miðvikudagur, 11. júlí 2012

Uppruni dýptarmælisins

Ein mikilvæg uppfinning á rafeindasviðinu og snerti sjómenn var dýptarmælirinn. Áður fyrr þegar hans naut ekki við þurfti að lóða dýpið og var það gert á þann hátt að lóði var einfaldlega hent útbyrðis, oftast fyrir framan miðju skips, með áfastri taug sem var með hnútum með vissu millibili.

Þegar lóðið staðnæmdist við botninn þá var það einfaldlega dregið upp aftur og taldir hve margir hnútar voru á línunni sem útbyrðis fór. Oftar en ekki var dýpið mælt í föðmum (e. fathoms) en það er lengdin á milli tvegga útréttra handa á fullorðnum karlmanni og var lengdin stöðluð við sex fet.

Þegar veiðarfæri voru lögð t.d. net eða lína, þá þurfti að stöðva lögn til þess að mæla dýpið, það er að segja ef lagt var í halla á sjávarbotninum, eins og má lesa hér. Gat þessi verknaður verið ærið tímafrekur sérstaklega ef um mikið dýpi væri að ræða.

Bandaríski tveggja stjörnu aðmírálinn (e. rear admiral) Charles Dwight Sigsbee starfaði á árunum 1875 - 1878 á sjómælingaskipi Bandaríska sjóhersins Blake og á þeim tíma hannaði hann dýptarmælir sem var gufuknúinn og var dýptarmælirinn kenndur við hann. Fyrir utan gufuaflið til þess að taka við erfiðinu af mannshöndinni, þá notaðist Sigsbee við grannan stálvír sem var afurð samstarfs Sigsbee við Alexander Agassiz sem meðal marga afreka átti koparnámur í Michigan og tókst að sannfæra menn um að það væri miklu hentugra að nota stálvír í stað tógs sem unnið var úr hampi. Ekki var þessi uppfinning sérlega handhæg fyrir aðra en sjókortagerðamenn eins og má sjá á þessari mynd. Samt sem áður var þessi aðferð notuð næsta hálfa áratuginn við sjókortagerð.

Það var ekki fyrr en árið 1923 að næsta stig dýptarmælinga varð að veruleika. Nefnilega að gera mælingarnar þráðlausar. Franskir vísindamenn höfðu reyndar tekist að mæla dýpi árið 1919 með því að senda rafbylgju neðansjávar og mæla hve hratt bergmálið komi til baka en sú aðferð hefur lítið breyst síðan þá, þó svo að tæknin til þess að framkalla dýpið síðan á læsilegt form hafi breyst í tímanna rás.

Bandaríski uppfinningamaðurinn Dr. Harvey Heyes hannaði búnað sem mældi dýpið og var sjómælingaskipið Guide fyrir valinu, en það var útbúið bæði þráðlausa Heyes dýptarmælinum og Sigsbee þeim sem notaðist við stálvír og lóð. Var haldið í Norður-Kyrrahafið í gegnum Panamaskurðinn og meðfram Mexíkó og á leiðinni voru gerðar samanburðarrannsóknir milli aðferðanna beggja allt frá 100 - 4617 faðma dýpi og reyndust þær afar mikilvægar til þess að geta mælt hraða hljóðsins í gegnum sjóinn.

Á næstu fáu árum voru öll skip í eigu bandaríska sjóhersins útbúin með Heyes dýptarmæli. Ekki var þó lengi við stöðvað við framþróun á dýptarmælingum og tók Dr. Herbert Grove Dorsey við keflinu og tókst að þróa dýptarmæli sem gat mælt á grunnslóð og var það lítill um sig að hægt væri að setja í lítil skip, eitthvað sem ekki var hægt áður. Nema þá með gamla góða handlóðinu. Um byrjun síðari heimsstyrjaldar voru öll skip sjóhersins bandaríska, stór og smá útbúin dýptarmæli.

Á svipuðum tíma þá var einungis eitt íslenskt skip útbúið dýptarmæli en það var togarinn Garðar GK. Íslenska kvótakerfið var ekki við lýði árið 1930.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli