laugardagur, 15. júní 2013

Ein lítil historía

Það er ekki úr vegi að rifja upp eina gamla sögu tengda sjávarútveginum fyrst að nýr sjávarútvegsráðherra Alþingis kemur úr röðum framsóknarmanna.

Einu sinni fóru tveir útgerðarmenn úr Garði á fund þáverandi sjávarútvegsráðherra framsóknarmanna, Halldórs Ásgrímssonar. Sem er ekki í frásögur færandi, nema hvað að umræðuefnið átti að vera umsókn þeirra um að fá snurvoðarleyfi í Faxaflóa fyrir báta í þeirra eigu, svokallað Bugtarleyfi á meðal þeirra sem þekkja til.

Ástæðan var einfaldlega sú að þeim sveið því að horfa upp á snurvoðarbáta frá Reykjavík og Keflavík, nánast skafa kálgarða þeirra Garðmanna og flytja aflann til vinnslu annars staðar.

Auðvitað synjaði Halldór þeim beiðninni, án allrar umhugsunar. Ástæðan sem hann gaf: Garðurinn væri ekki við Faxaflóa!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli