Kveikjan að þessari færslu er frumvarp á Alþingi, þar sem leyft yrði, ef samþykkt yrði, að selja áfengi í matvörubúðum meðal annars. Færslan er jafnframt verkefni í námskeiðinu Áhrifavaldar heilbrigðis, forvarnir og heilsuefling við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Samkvæmt Embætti landlæknis voru seldir 7.18 L af hreinum vínanda á hvert mannsbarn á Íslandi 15 ára og eldri. Sala í Fríhöfn og það sem áhafnir flugvéla og skipa mega taka með sér utanlands frá er ekki talið með. Samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofu Íslands voru íbúar á Íslandi 15 ára og eldri árið 2014 258.861 manns. Það gera því 1.858.629,16 L í heildina af hreinum vínanda á árinu 2014.
Samkvæmt skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), Global Burden of Disease Study, mátti rekja 3.3 milljón dauðsföll á árinu 2012 til neyslu á áfengi og 139 milljón glötuð góð æviár (DALY) vegna ótímabærra dauðdaga. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að 1 af hverjum 10 ótímabærum dauðsföllum og sjúkdómum má rekja til hættulegrar áfengisneyslu. Ef fullorðinn karlmaður drekkur meira en 50 einingar af áfengi á viku og fullorðin kona meira en 35 einingar þá er áfengisneyslan orðin hættuleg viðkomandi. Ein eining af áfengi er: einfaldur af sterku áfengi, léttvínsglas, 250 ml af sterkum bjór eða 500 ml af venjulegum bjór.
Rannsóknir hafa sýnt að því meira heildarmagn af áfengi sem er neytt er ávísun á meira samfélagslegt tjón og skiptir þá engu í hvaða formi áfengis er neytt. Vínglas, 250 ml af bjór eða einn einfaldur af sterku áfengi hafa sömu áhrif á heilsu. Mikilli áfengisneyslu fylgir ekki bara einstaklingsbundin vandamál á borð við skorpulifur og krabbamein heldur samfélagsleg einnig og jafnframt mikill samfélagslegur kostnaður, bæði beinn og óbeinn. Til þess að meta kostnað sem fylgir áfengisneyslu má ekki einblína á beina kostnaðinn (t.d. meðferð, sjúkrahúslega, lyfjakostnaður) heldur verður að taka með í reikninginn þann óbeina líka (frávera frá vinnu, velferðarmál, félagsmál, heilbrigðismál og þjáning sem dæmi).
Hvað varðar hinn samfélagslega kostnað þá gefa þeir Anderson og Baumberg (2006) sér þær hóflegu forsendur að hlutfall beins
kostnaðar í Evrópusambandinu vegna áfengisneyslu árið 2003, hafi verið 1.3% og óbeinn 1.9% af vergri þjóðarframleiðslu. Verg þjóðarframleiðsla á Íslandi árið 2014 var 1.989.260.000.000 ISK samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Samkvæmt Embætti landlæknis voru seldir 7.18 L af hreinum vínanda á hvert mannsbarn á Íslandi 15 ára og eldri. Sala í Fríhöfn og það sem áhafnir flugvéla og skipa mega taka með sér utanlands frá er ekki talið með. Samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofu Íslands voru íbúar á Íslandi 15 ára og eldri árið 2014 258.861 manns. Það gera því 1.858.629,16 L í heildina af hreinum vínanda á árinu 2014.
Samkvæmt skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), Global Burden of Disease Study, mátti rekja 3.3 milljón dauðsföll á árinu 2012 til neyslu á áfengi og 139 milljón glötuð góð æviár (DALY) vegna ótímabærra dauðdaga. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að 1 af hverjum 10 ótímabærum dauðsföllum og sjúkdómum má rekja til hættulegrar áfengisneyslu. Ef fullorðinn karlmaður drekkur meira en 50 einingar af áfengi á viku og fullorðin kona meira en 35 einingar þá er áfengisneyslan orðin hættuleg viðkomandi. Ein eining af áfengi er: einfaldur af sterku áfengi, léttvínsglas, 250 ml af sterkum bjór eða 500 ml af venjulegum bjór.
Rannsóknir hafa sýnt að því meira heildarmagn af áfengi sem er neytt er ávísun á meira samfélagslegt tjón og skiptir þá engu í hvaða formi áfengis er neytt. Vínglas, 250 ml af bjór eða einn einfaldur af sterku áfengi hafa sömu áhrif á heilsu. Mikilli áfengisneyslu fylgir ekki bara einstaklingsbundin vandamál á borð við skorpulifur og krabbamein heldur samfélagsleg einnig og jafnframt mikill samfélagslegur kostnaður, bæði beinn og óbeinn. Til þess að meta kostnað sem fylgir áfengisneyslu má ekki einblína á beina kostnaðinn (t.d. meðferð, sjúkrahúslega, lyfjakostnaður) heldur verður að taka með í reikninginn þann óbeina líka (frávera frá vinnu, velferðarmál, félagsmál, heilbrigðismál og þjáning sem dæmi).
Ef við heimfærum þessa prósentutölu yfir á Ísland, þá er hlutfall beins kostnaðar 25.860.380.000 ISK og sá óbeini 37.795.940.000 ISK. Þetta eru að sjálfsögðu ekki nákvæmir útreikningar en gefa okkur það samt að óbeinn kostnaður er talsvert hærri en beinn kostnaður. Samanlagður kostnaður (beinn og óbeinn) er því 63.656.320.000 ISK eða rétt rúmlega 60 milljarðar ISK.
Til þess að gera okkur grein fyrir því um hve háar tölur eru um að ræða þá þurfum við að setja þær í samhengi við það sem við þekkjum.
Samkvæmt epli.is þá kostar dýrasta Mac pro borðtölvan 819.990 kr. Fyrir þessa upphæð mætti kaupa 77.630 tölvur og nýta í eitthvað þarft málefni. Eða gríðarlegt magn af i-phone eða i-pad.
Dýrasti Lexus bíllinn samkvæmt verðlista íslenska umboðsins er á 28.890.000 kr án aukahluta. Hægt væri að versla 2.203 eintök fyrir þessa upphæð og átt einhvern afgang sem væri hægt að nýta í eldsneytiskaup. Eða gefa almenningi kost á að ferðast frítt með almenningssamgöngum. Alltaf.
Varðskipið Þór kostaði ríkissjóð fullbúinn við afhendingu miðað við gengiskráningu Seðlabanka Íslands dagsins í dag heilar 4.062.716.601 ISK. Miðað við samfélagslega kostnaðinn vegna áfengisneyslu á Íslandi þá hefðum við getað splæst í heil 15 varðskip af sömu stærð.
Samkvæmt úttekt innanríkisráðuneytisins frá árinu 2006 varðandi kaup á fullkomnum björgunarþyrlum þá væri áætlaður kostnaður um það bil 1.800.000.000 ISK. Gætum keypt heil 35 stykki fyrir þessa upphæð.
Mögulegt er að í öllum tilfellum hér talið upp að framan væri hægt að fá góðan magnafslátt eins og þekkist víða í viðskiptum.
Að sjálfsögðu þarf að taka þessar upphæðir með fyrirvara. Ég er ekki stærðfræðingur eða hagfræðingur og væntanlega eru einhverjar þekktar reikniformúlur sem liggja að baki sem eru á annarra manna færi að reikna út en mín. En engu að síður eru hér að ræða gríðarlega háar upphæðir á hverju ári að ræða og væntanlega stjarnfræðilega háar ef við tækjum heilan áratug samtals. Gaman væri ef fleiri tækju upp á því hvað væri hægt að versla eða gera fyrir þessa upphæð sem felur í sér beinan og óbeinan kostnað af áfengisneyslu.
Að lokum vil ég nefna að einokun sölu samfara háu verði (via skattlagningu) er talið einna best fallið til þess að koma í veg fyrir hættulega neyslu á áfengi samkvæmt Babor og félögum. Þannig að eitthvað erum við Íslendingar að gera rétt. Það væri því glapræði að snúa við blaðinu og auka aðgengi að áfengi.
Reynum að opna augu þeirra þingmanna sem lögðu frumvarpið fram í þeirri von að það verði dregið til baka. Það er nefnilega mikið í húfi. Áfengi er engin venjuleg neysluvara - og ætti því ekki að vera seld í venjulegum verslunum!
Heimildir
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO). (2014). Global status on alcohol and health 2014. Sótt af vefslóðinni http://apps.who.int/iris/bitstream/10665/112736/1/9789240692763_eng.pdf
Anderson, P. & Baumberg, B. (2006), Alcohol in Europe: a public health perspective. A report for the European Commission, Institute of Alcohol Studies, UK. Sótt af vefslóðinni http://ec.europa.eu/health-eu/doc/alcoholineurope_en.zip
Babor T., Caetano R., Casswell S., Edwards G., Giesbrecht N., Graham K. et al. (2010). Alcohol: No Ordinary Commodity—Research and Public Policy. Oxford, UK: Oxford University Press (íslenskan útdrátt má finna hér: http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item10424/Afengi_engin_venjuleg.pdf
Embætti landlæknis. (2014). Áfengissala 1986-2014. Sótt af vefslóðinni http://www.landlaeknir.is/utgefid-efni/skjal/item15341/
Embætti landlæknis. (2014). Rannsóknarskýrslur um áfengismál - samantekt. Sótt af vefslóðinni http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item24904/Rannsóknarskýrslur%20um%20áfengismál_samantekt.pdf
Hagstofa Íslands. (2015). Landsframleiðsla og þjóðartekjur. Sótt af vefslóðinni http://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Efnahagur/Efnahagur__thjodhagsreikningar__landsframl__1_landsframleidsla/THJ01102.px/table/tableViewLayout1/?rxid=496a3411-6246-426e-8379-ec5451b5667d
Hagstofa Íslands. (2015). Mannfjöldi eftir kyni og aldri. Sótt af vefslóðinni http://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Ibuar/Ibuar__mannfjoldi__1_yfirlit__Yfirlit/MAN00101.px/table/tableViewLayout1/?rxid=cddcbd24-1a46-41e2-b841-ca7cf5fb085a
Innanríkisráðuneytið. (2006). Þyrlubjörgunarþjónusta á Íslandi - tillögur að framtíðarskipulagi. Sótt af vefslóðinni
http://www.innanrikisraduneyti.is/media/Skyrslur/thyrluskyrsla.pdf
Lexus Bílar Evrópu. (2015). Verðlisti. Sótt af vefslóðinni http://d3rvezpmgp265q.cloudfront.net/lexusone/lexisis/LEXUS_verdlisti_OKT_2015_tcm-3108-525042.pdf?_ga=1.174999654.594007331.1447371667
Norstrom, T. & Skog, O-J. Alcohol and mortality. Addiction 2001 96 Supplement 1 S5-S18. Sótt af vefslóðinni http://onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1046/j.1360-0443.96.1s1.5.x/epdf